21.1.2007 | 23:14
Rétt leið, röng leið og hjáleið
Við nýhafnar veiðar á hvölum í atvinnuskyni er vert að velta upp einum eða fleiri flötum sem jafnvel hefðu mátt fara í tengslum við þær. Það að taka í alþjóðasamfélaginu viðlíka ákvörðun og gerð var nú lyktar eilítið af hvatvísi og eins og flestir vita er það sjaldan til góðs.
Málið er ekki hvort að við sem Íslendingar höfum fullveldið algerlega í höndum okkar, ekki er það heldur að markaðurinn sem kaupir afurðinar er að berja á dyrnar hjá okkur né að þetta sé nein spurning um hversu langt við getum seilst í átt að gáttum öryggisráðsins. Málið er hinsvegar að hægt hefði verið að gera þetta á klókari hátt til að sætta alla aðila, allavega til þess að menn yrðu ekki jafnsúrir.
Viðskiptafræðilega á þetta máski eftir að koma niður á okkur, ekkert segir að það geri það endilega né heldur aftekur að það verði ekki. Einhverjir eiga máski eftir að sleppa því að ferðast til eyjunnar okkar fyrir vikið og einhverjir aðrir eiga eftir að koma, tíminn einn leiðir það í ljós. En það eitt að taka þessa ákvörðun án þess að velta þeim flötum upp er jú mergurinn málsins, gjáin á milli þeirra sem taka viðlíka ákvarðanir, hagsmunaaðila í margvíslegum rekstri þessum veiðum ótengdum sem máski eiga eftir að sitja með sárt ennið s.s. í ferðaþjónustu og svo þeirra sem landið byggja, fólkinu er gríðarlega stór að manni virðist.
Það er ansi erfitt að verja þessar gjörðir með haldlitlum rökum um fjárhagslegan ávinning sem gæti svo reynst þúsundfalt tap á hinn bóginn, ekki má segja að sjálfstæði okkar eða sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar hafi verið í neinni hættu. Ekkert sem ég heyri frá leikmönnum eða lærðum sannfærir mig um að 39 skepnur eigi eftir að hafa svo gríðarleg áhrif á fiskstofna við strendurnar að það réttlæti veiðar á þeim.
En hvað er svo eftir? Getum við Sjálfstæðismenn sem í samstarfi við Framsókn, heimilum viðlíka veiðar sagt með góðri samvisku hér á eftir að markaðsfræðilegar ástæður liggi hér að baki? Getum við sagt að þetta hafi verið leikur á taflborði alþjóðamála sem fellir kóngana annarsstaðar, eða er kannski ekki spilað upp á annað en jafntefli hér? Mér sýnist sem svo að með því að leika upp á jafntefli er meiri hætta en minni á að tapa.
Ég hef heyrt margskonar útlistanir á því hvað hefði verið rétta leiðin í þessu máli og hef máski einu raunhæfu lausnina í farteskinu, svona ef það að hefja veiðar á hvölum sé eina leiðin sem stjórnvöld sjá í dag.
Sú felst í því að fara með umræðuna um kvótann í það að útdeila honum ekki bara sisvona út í hönd á einhverjum sem vill svo heppilega að á hvalveiðiskip, heldur að bjóða hann út. Bjóða hann út hæstbjóðanda, þá getur sá er hvalveiðiskipið á boðið í, ég get boðið í og svo geta Grænfriðungar eða þeirra handbendi boðið í hann. Sá sem svo býður hæst, eðli málsins samkvæmt, tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera við dýrin sem í boði eru hvert ár fyrir sig, veitt þau eður ei. Gildir einu fyrir stjórnina, gildir einu fyrir fólkið utan það að hæsta mögulegt verð kemur fyrir skepnurnar, veiddar eða óveiddar. Þessu má kannski líkja við fjárkúgun að einhverju leyti en á móti kemur að íslenska ríkið er ekki undir hæl alþjóðasamfélagsins með það hvort við ráðum yfir eigin auðlindum ef svo má kalla í tengslum við hvalina, skepnur sem sagt er að séu með greindarfar venjulegrar kusu og síst meira. Við sýnum að við eigum yfirráð óskoruð yfir því sem hrærist hér við land en bjóðum upp á valkosti sem allir hagnast á, ef þá hægt er að hagnast á þessu.
Viðskiptafræðilega á þetta máski eftir að koma niður á okkur, ekkert segir að það geri það endilega né heldur aftekur að það verði ekki. Einhverjir eiga máski eftir að sleppa því að ferðast til eyjunnar okkar fyrir vikið og einhverjir aðrir eiga eftir að koma, tíminn einn leiðir það í ljós. En það eitt að taka þessa ákvörðun án þess að velta þeim flötum upp er jú mergurinn málsins, gjáin á milli þeirra sem taka viðlíka ákvarðanir, hagsmunaaðila í margvíslegum rekstri þessum veiðum ótengdum sem máski eiga eftir að sitja með sárt ennið s.s. í ferðaþjónustu og svo þeirra sem landið byggja, fólkinu er gríðarlega stór að manni virðist.
Það er ansi erfitt að verja þessar gjörðir með haldlitlum rökum um fjárhagslegan ávinning sem gæti svo reynst þúsundfalt tap á hinn bóginn, ekki má segja að sjálfstæði okkar eða sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar hafi verið í neinni hættu. Ekkert sem ég heyri frá leikmönnum eða lærðum sannfærir mig um að 39 skepnur eigi eftir að hafa svo gríðarleg áhrif á fiskstofna við strendurnar að það réttlæti veiðar á þeim.
En hvað er svo eftir? Getum við Sjálfstæðismenn sem í samstarfi við Framsókn, heimilum viðlíka veiðar sagt með góðri samvisku hér á eftir að markaðsfræðilegar ástæður liggi hér að baki? Getum við sagt að þetta hafi verið leikur á taflborði alþjóðamála sem fellir kóngana annarsstaðar, eða er kannski ekki spilað upp á annað en jafntefli hér? Mér sýnist sem svo að með því að leika upp á jafntefli er meiri hætta en minni á að tapa.
Ég hef heyrt margskonar útlistanir á því hvað hefði verið rétta leiðin í þessu máli og hef máski einu raunhæfu lausnina í farteskinu, svona ef það að hefja veiðar á hvölum sé eina leiðin sem stjórnvöld sjá í dag.
Sú felst í því að fara með umræðuna um kvótann í það að útdeila honum ekki bara sisvona út í hönd á einhverjum sem vill svo heppilega að á hvalveiðiskip, heldur að bjóða hann út. Bjóða hann út hæstbjóðanda, þá getur sá er hvalveiðiskipið á boðið í, ég get boðið í og svo geta Grænfriðungar eða þeirra handbendi boðið í hann. Sá sem svo býður hæst, eðli málsins samkvæmt, tekur svo ákvörðun um hvað skuli gera við dýrin sem í boði eru hvert ár fyrir sig, veitt þau eður ei. Gildir einu fyrir stjórnina, gildir einu fyrir fólkið utan það að hæsta mögulegt verð kemur fyrir skepnurnar, veiddar eða óveiddar. Þessu má kannski líkja við fjárkúgun að einhverju leyti en á móti kemur að íslenska ríkið er ekki undir hæl alþjóðasamfélagsins með það hvort við ráðum yfir eigin auðlindum ef svo má kalla í tengslum við hvalina, skepnur sem sagt er að séu með greindarfar venjulegrar kusu og síst meira. Við sýnum að við eigum yfirráð óskoruð yfir því sem hrærist hér við land en bjóðum upp á valkosti sem allir hagnast á, ef þá hægt er að hagnast á þessu.
Guðmundur Egill Erlendsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.