21.1.2007 | 23:21
Heimurinn séður frá Akureyri
Pollurinn er vefur fólks sem er áhugasamt um stjórnmál og vill Akureyri og akureyringum vel. Við sem að vefnum stöndum viljum leggja okkar að mörkum til þess að stuðla að málefnalegri umræðu um málefni líðandi stundar og að sjónarmið Akureyringa verði þar höfð í öndvegi. Það er ekki ætlunin að fjalla einungis um málefni sem að eru sér Akureyrsk hins vegar er það svo að sami hluturinn getur litið mismunandi út eftir því hvaðan á hann er horft og við viljum legga áhersu á sjónarhorn Akureyringa.
Í upphafi eru um 20 pennar sem skrifa greinar á vefinn og við stefnum að því að byrta eina grein á dag nema sunnudaga sem er hvíldardagur, líka á Pollinum. Greinarhöfundar eru flestir skráðir félagar í stjórnmálaflokkum en þó ekki allir. Á spurt og svarað er listi yfir fasta penna eða Pollara eins og ég kýs að kalla þá. Þeir sem hafa áhuga og vilja taka þátt og skrifa greinar er bent á að hafa samband við \n ritstjorn@pollurinn.net en einnig er öllum velkomið að senda inn einstaka grein ef þeir hafa eitthvað sem þeir vilja koma á framfæri.
Pollurinn er nýmæli hvað pólitíska vefi varðar að því leiti að Pollarar eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Hér er fólki einnig gefinn kostur á að koma með sitt innlegg og gera athugasemdir við þær greinar sem byrtast á vefnum. Vefnum er fyrst og fremst ættlað að vera vetfangur fyrir pólitíska umræðu en ekki gagnrýnislaust pólitískt trúboð. Ættlast er til þess að þeir sem sendi inn athugasemdir geri það undir nafni og einnig að þeir fari að þeim reglum sem við höfum sett okkur og hægt er að nálgast á spurt og svarað.
Kæri lesandi ég vona að þú eigir eftir að njóta þess að lesa margar áhugaverðar greinar hér. Vertu velkominn á Pollinn.
Gísli Aðalsteinsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.