Sundlaug Akureyrar - nýtt deiliskipulag

Ljóst er að svæðið við Sundlaug Akureyrar er verðmætt og eftirsóknarvert fyrir margra hluta sakir, staðsett í hjarta bæjarins, í nálægð við skóla og helstu íþróttamannvirki. Svæðið er hins vegar tiltölulega þröngt afmarkað og því afar mikilvægt að vanda vel skipulag þess. Má með sanni segja að um sé að ræða takmörkuð gæði sem skiptir miklu máli að séu sem best nýtt í þágu sem flestra. Ljóst er að skipulagstillagan eins og hún hefur verið kynnt í fjölmiðlum reisir verulegar skorður við frekari nýtingu Sundlaugarlóðarinnar, svo vægt sé til orða tekið. Fjölskyldugarðurinn var endurgerður fyrir um ári síðan með tilheyrandi kostnaði. Á nú að kasta þeirri vinnu á glæ?

 Var málið nægjanlega kynnt?

Ýmsar spurningar vakna þegar umsókn Vaxtarræktarinnar um lóðaveitingu fyrir heilsuræktarmiðstöð á svæðinu er skoðuð og þó einkanlega vakna efasemdir um að hugmyndir Vaxtarræktarinnar hafi verið nægjanlega vel kynntar fyrir þeim kjörnu fulltrúum sem taka áttu afstöðu til þeirra. Eftir umfjöllun á einum fundi hjá umhverfisráði 25.janúar 2006 kemur málið ekki aftur til ráðsins fyrr en 30.ágúst, sem ósk um breytingu á deiliskipulagi byggða á staðfestum Rammasamningi dagettum 23.maí 2006, og þá vel að merkja höfðu sveitarstjórnarkosningar farið fram í millitíðinni. Málið hafði þá ekki komið inn á borð íþrótta- og tómstundaráðs, sem þó er tilgreint sem aðili að umræddum samningi. Þá hefur skólanefnd heldur ekki verið kynnt það, en svæðið sem um ræðir tengist skólalóð Brekkuskóla. Hópur fólks sem mótmæla vill auglýstu deiliskipulagi telur að málið sé með þeim hætti að það hefði aldrei átt að fara svo langt án ítarlegrar hugmyndavinnu og kynningar sem væri öllum bæjarbúum aðgengileg.

Undirskriftarsöfnun

Hafin er söfnun undirskrifta þeirra sem telja að skipulagstillagan megi ekki ná fram að ganga. Á nokkrum af þeim stöðum sem fengið hafði verið sérstakt leyfi fyrir listunum hafa þeir einhverra hluta vegna horfið þó á þá hafi þegar verið skrifað. Listarnir voru greinilega merktir þeim aðilum sem fengið höfðu leyfið ef einhver gerði athugasemdir og óskaði listann burt. Einnig hefur verið haft eftir kjörnum bæjarfulltrúa að framganga mótmælenda í þessu máli og formanns Óðins sem unnið hefur með hagsmuni félag síns í fyrirrúmi að öll loforð um uppbyggingu til handa félaginu verði sett í salt um ókomna tíð.

Rétt hlutföll teikninga?

Nokkuð hefur borið á að þeir sem gera athugasemdir við skipulagtillöguna fá á sig gagnrýni um að þeir séu að blekkja fólk með þeim teikningum sem birst hafa. Allar teikningar s.s. frumgögn varðandi fyrirhugaða bygginu Vaxtarræktarinnar má nálgast á www.odinn.is/deiliskipulag og skorum við á fólk að kynna sér þær vel. Ekki hafa þeir sem sækja málið f.h. umsækjanda um lóðina birt teikningar opinberlega sem sýnir eitthvað annað en fram kemur á heimasíðunni. Hver er að blekkja hvern?

Ásta Birgisdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband