Grænn bær %u2013 Ódýrari bær

Sorpmál Akureyrarbæjar eru að margra mati ekki til fyrirmyndar. Bæði út frá umhverfissjónarmiðum og hagrænum sjónarmiðum. Fyrst ber að geta að staðsetning sorphauga er mjög slæm. Fallegt útvistarsvæði fyrir bæjarbúa er notað og eyðilagt vegna þess að leit að betri lausn er gerð með hangandi hendi. Í öðru lagi er ekki boðið upp á umhverfisvænari lausnir við flokkun á sorpi bæjarbúa.
Að vísu er búið að koma upp gámum við fjölfarna staði þar sem hægt er að losa sig við pappír og fernur en hvatninguna vantar svo bæjarbúar noti sér slíkar lausnir. Ef boðið væri upp á fleiri möguleika í sorpmálum þá væri hægt að spara umtalsvert af fé og bæta líf bæjarbúa. Grænar tunnur er ein leið sem hægt væri að bjóða upp á, en það þýðir að sorp er aðeins losað á tveggja vikna fresti. Þetta væri ódýrari lausn fyrir þá sem losa pappír og fernur í gáma og nota heimilissorpið aðeins að litlu leyti.

Í þriðja lagi væri hægt að breyta fyrirkomulagi bæjarins að láta bæjarbúa skaffa sínar eigin sorptunnur. Ef bærinn myndi sjá um þessi mál og tunnurnar yrðu allar eins og komið fyrir á aðgengilegri stöðum væri sorphirða mun auðveldari. Þó svo að upphafskostnaður væri mikill væri tíminn sem færi í sorphirðu mun minni og til langs tíma myndu allir hagnast vegna lágs rekstrarkostnað. Það er ýmislegt smálegt sem hægt er að gera til að bæta líf bæjarbúa og jafngott og hvað annað að leysa sorpmál í eitt skipti fyrir öll. Svo væri líka ágætt að geta gengið um Glerárdalinn og andað að sér fersku lofti.

Baldvinn Esra 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband