21.1.2007 | 23:33
Árni Johnsen stelur senunni
verður ekki annað sagt en að Árna Johnsen hafi tekist að stela senunni í þessari viku sem er að líða. Árangur hans í prófkjörinu um síðustu helgi var ótrúlegur. Ef nafni hans Mathiesen hefði ekki gefið kost á sér í fyrsta sæti væri Johnsen sennilega núna í því sæti á lista sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi.
Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvaða eiginleika mér finnist mikilvægast að stjórnmálamenn hafi. Í þessu títtnemda prófkjöri tókst Árna Johnsen með elju og dugnaði að raka saman miklum fjölda atkvæða. Hann er sem sagt duglegur. Ég held að ég kjósi heiðarleika fram yfir dugnað því án heiðarleika eru aðrir góðir kostir stjórnmálamanna til lítils. Eftir viðtal sem ríkissjónvarpið tók svo við Árna þar sem hann láði frasanum "tæknileg mistök" nýja merkingu varð mér ljóst að mér finnst gáfur líka vera mikilvægur eiginleiki fyrir stjórnmálamann. Heiðarleiki og gáfur, ég held að það sé það sem mér finnist mikilvægast.
Mér hefur líka verið hugleikið undanfarið hversu mikilvægt það er hvernig stjórnskipulag við búum við. Maður hefur oft heyrt að fólk sé þeirrar skoðunar að það eigi að fækka stjórnmálmönnum og hækka launin þeirra svo að gott fólk fáist í þetta starf. Ég hef stundum velt þessari fullyrðingu fyrir mér og er búinn að taka þá afstöðu að ég er algerlega ósammála. Ég vil fjölga stjórnmálamönnum og lækka launin. Ég vil fjölga stjórnmálamönnum í allt kosningabært fólk og ég vil lækka launin í ekkert. Nei í raun komist við ekki hjá því að vera með þing en ég vil að það fái miklu meira aðhald frá alþýðu með því að efla beint lýðræði. Við höfum ágætt dæmi um slíkt í Sviss og við eigum að læra af þeim.
Er einhver sem veit hver forseti og forsætisráðherra Sviss er? Hann heitir Moritz Leuenberger og var kosinn í embættið 8 janúar síðastliðinn. Í byrjun næsta árs verður kosinn annar því að í Sviss situr forsætisráðherra og forseti (sama embættið) ekki nema í eitt ári í senn og það má ekki kjósa sama einstaklinginn tvö ár í röð.
Valdið til fólksins!
Mér hefur líka verið hugleikið undanfarið hversu mikilvægt það er hvernig stjórnskipulag við búum við. Maður hefur oft heyrt að fólk sé þeirrar skoðunar að það eigi að fækka stjórnmálmönnum og hækka launin þeirra svo að gott fólk fáist í þetta starf. Ég hef stundum velt þessari fullyrðingu fyrir mér og er búinn að taka þá afstöðu að ég er algerlega ósammála. Ég vil fjölga stjórnmálamönnum og lækka launin. Ég vil fjölga stjórnmálamönnum í allt kosningabært fólk og ég vil lækka launin í ekkert. Nei í raun komist við ekki hjá því að vera með þing en ég vil að það fái miklu meira aðhald frá alþýðu með því að efla beint lýðræði. Við höfum ágætt dæmi um slíkt í Sviss og við eigum að læra af þeim.
Er einhver sem veit hver forseti og forsætisráðherra Sviss er? Hann heitir Moritz Leuenberger og var kosinn í embættið 8 janúar síðastliðinn. Í byrjun næsta árs verður kosinn annar því að í Sviss situr forsætisráðherra og forseti (sama embættið) ekki nema í eitt ári í senn og það má ekki kjósa sama einstaklinginn tvö ár í röð.
Valdið til fólksins!
Gísli Aðalsteinsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.