Veður, vegir og gamlar brýr

Nú þegar veður gerast válynd kemur enn í ljós hversu miklir farartálmar Öxnadalsheiði og Bakkaselsbrekka er á þjóðvegi 1. Ég hef starfa minna vegna fylgst mjög vel með samgöngum á milli höfuðborgarsvæðis og Eyjafjarðar. Hér áður fyrr var Holtavörðuheiðin og gjarnan Húnavatsnssýslur sem stöðvuðu umferð þegar veður gerðust válynd, auk Öxnadalsheiðarinnar. Seinni árin kemur ákaflega sjaldan fyrir að Holtarvörðuheiðin verði ófær.
 
Síðustu daga hafa verður gerst válynd eftir vetrarstillur í anda gömlu daganna. Það var auðvitað eins og hendi veifað, vandræðin hefjast í Öxnadal og Bakkaselsbrekku. Veginn upp Bakkaselsbrekku er búið að flytja til nokkrum sinnum en allt kemur fyrir ekki. Ástæður þess eru auðvitað nokkrar að þarna er sérstaklega erfiðar aðstæður. Brött brekka, veðurhamur á heiðarbrúninni sem býr til ótrúlegt kóf í brekkunni og svo vegriðin sem sjá um að halda snjónum á veginum þótt veðurhamur sópi honum af öðrum stöðum. Vestar á heiðinni bíða svo nokkrar einbreiðar brýr og vegastæði og vegur frá því um miðja síðustu öld. Mér eru sérstaklega í minni þegar vegurinn lokaðist dögum saman vestast á heiðinni við heiðarsporðinn. Þar er austanáttin sérstaklega erfið.
 
Fyrir mörgum árum stóð til að hefjast handa við vegarbætur í Norðurárdal. Það er ekki byrjað enn og enn paufast menn um einbreiðu brýrnar og brekkurnar vestur þar. Dauðgildrunar við Giljareiti, td einbreiða bruin á Grjótá er enn á sínum stað. Ef horft er á þetta mál í samhengi er það auðvitað stórfurðulegt. Meðan milljarðar eru settur í jarðgöng á fáförnum vegum er þjóðvegur 1 við stærsta þéttbýliskjarna landsbyggðarinnar enn á afar frumstæðu stigi og fátt bendir til að það breytist á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur verið dugleg við að skera niður fjármagn til vegnaframkvæmda í þessu kjördæmi og flest bendir til að það breytist lítið. Stjórnarþingmenn þessa kjördæmis hafa verið liðónýtir í eftirfylgni fyrir kjördæmið í samgöngumálum.

Úrbóta er þörf.
 
Ég hef verið velta því fyrir mér. Hefur aldrei komið til tals í fúlustu alvöru að leita annarra leiða milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar en Öxnadalsheiðar ? Hvað með að fara beint úr Norðurárdal og niður Hörgárdal ? Í gamla daga voru ekki til tækniúrræði til að leysa vandamál á þeirri leið en slíkt væri auðvelt í dag. Hefur aldrei verið spáð í að taka göng úr einhverjum dalnum Skagafjarðarmegin yfir í dalina austanmegin. Það eru ekki löng sum höftin sem á þeirri leið eru. Kannski hafa menn skoðað þessa möguleika og hafnað. Ég veit það ekki. Hvað sem öðru líður. Það má ekki dragast mikið lengur að almennilegar lausnir verði á tengingu yfir Tröllaskagann. Ef menn eru að tala um hálendisveg í Húnavatnssýslum finnst mér að menn séu að horfa á rangan hluta vandamáls samgangna milli Norðurlands eystra og höfuðborgarsvæðis. Stóri vandinn er Öxnadalsheiði, Bakkaselsbrekka og Norðurárdalur, þar er tappinn.
 
Jón Ingi Cæsarsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband