Lýðræði, frjáls viðskipti, friður og samhengið þar á milli.

Það eru enn stríð í heiminum. En þrátt fyrir að við höfum það oft á tilfinningunni að átökum í heiminum fari fjölgandi þá er það hins vegar svo að þeim fer fækkandi. Það eru um 20 stríð í heiminum í dag en það er fækkun um 40% frá því fyrir 15 árum síðan. Öfugt við það sem mætti halda af fréttaflutningi þá er stríðið í Írak ekki stærsta stríðið sem er í gangi í dag ef horft er til mannfalls heldur eru það stríð í Sudan og Congo sem hafa "vinninginn" en Íraksstríðið er í 3. sæti.
 
Ég vil trúa því að það sé aukið lýðræði og aukning frjálsra viðskipta milli landa sem gera það að verkum að stríðsátökum fækkar. Lýðræðisríki eru nefnilega frekar ólíkleg til þess að fara í stríð og sérstaklega við hvort annað. Aldrei í sögunni hefur það gerst að lýðræðisríki ráðist á annað lýðræðisríki. Skildi þetta geta verið tilviljum? Ég tel hér líka með Falklandseyjastríðið en á þeim tíma var herforingjastjórn í Argentínu og því ekki um eiginlegt lýðræðisríki að ræða. Í dag búa 58.2% jarðarbúar í löndum þar sem er lýðræði. Árið 1950 voru það 31% jarðarbúa sem bjuggu við lýðræði. Aukið hlutfall þeirra sem búa við lýðræði virðist því haldast í hendur við fækkun stríðsátaka.

Það hefur aldrei þótt góður busisness að drepa þann sem maður er í viðskiptum við. Þetta áttuðu íbúar Evrópu sig á og því má ekki gleyma að eiginlegur tilgangur með Evrópusambandinu og forvera þess var að stuðla að friði milli landa Evrópu með því að efla viðskipti milli landanna. Alþjóðavæðingin svokölluð á því líka sinn þátt í því að fækka stríðsátökum í heiminum.


Listi yfir stríðsátök í heiminum (tekið af wikipedia.org)

Upphafsár, Stríð/Átök, Staðsetning
1964, Colombian Armed Conflict, Colombia
1969, New People's Army/Islamic , Philippines
1983, Sri Lankan civil war, Tamil Eelam
1984, Kurdish Separatist Insurgency, Turkey and Kurdistan
1984, Free Papua Movement, Western New Guinea
1988, Casamance Conflict, Senegal
1988, Somali Civil War, Somalia/Ethiopia
1989, Kashmir conflict, Kashmir
1993, Ethnic conflict in Nagaland, Nagaland, India
1999, Ituri Conflict, Congo
1999, Second Chechen War, Russia
2000, Al-Aqsa Intifada, Israel, Palestinian territories
2000, Conflict in Laos inv. the Hmong, Laos
2001, War in Afghanistan, Afghanistan
2001, South Thailand insurgency, Pattani (region)
2002, Ivorian Civil War, Côte d'Ivoire
2003, Iraq War, Iraq
2003, Balochistan conflict, Balochistan/Pakistan
2003, Central African War, Darfur conflict
2005, Western Sahara Independence Intifada, Western Sahara
2006, Mexican Drug War, Mexico
2006, War in Somalia, Somalia/Ethiopia
 
Gísli Aðalsteinsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband