Ekki eru allir á eitt sáttir um merkingu orðsins "þjóðareign"

Ósköp er raunalegt að horfa upp á formenn stjórnarflokkana reyna að réttlæta nauðsyn þess að Alþingi samþykki að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um að náttúruauðlindir verði þjóðareign. Fyrir skömmu mátti skilja á Geir H. Haarde forsætisráðherra að varhugavert væri að leggja til þess konar breytingar nema að vandlega yfirveguðu máli. Hvað breyttist?

Staðreyndin er sú að ekki eru allir á eitt sáttir um það hvað hugtakið „þjóðareign“ felur í sér. Áttu formenn stjórnar flokkanna virkilega von á því að þingmenn stjórnarandstöðu flokkanna klöppuðu þeim lof í lófa og legðust á sveif með þeim í þessum leiðangri?

Ályktun Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, er tímabær og sjálfsagt að taka undir niðurlagsorðin: „Lýsir félagið þeirri skoðun, að nýting auðlinda sé almennt betur komin í höndum einstaklinga en ekki stjórnmálamanna.“

Helgi Vilberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er óttalega kjánalegt allt saman og vekur margar spurningar.

Af hverju var þetta sett inn í stjórnarsáttmála?  Af hverju var einnig margt fleira sett í stjórnarsáttmála varðandi sjávarútveg sem ekkert var gert með.  Ég var rétt áðan að heyra Magnús Þór lesa upp úr stjórnarsáttmálanum og verð að vera sammála honum að flest það sem þar stóð hefur ekki heyrst síðan.  Til hvers er stjórnarsáttmáli sem ekki á að standa við?

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að útvegsmenn eigi ekki að hafa nýtirngarrétt auðlindarinnar án endurgjalds.  Og megi selja þennan rétt fyrir fúlgur fjár og hverfa úr greininni.  Vil því gjarnan hafa ákvæði um slíkt í stjórnarskrá, en það má ekki gera í óðagoti í kapp við klukkuna.

Jón Þorvaldur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband