10.1.2008 | 18:20
Stormasamt ár Sigrúnar á bæjarstjóravakt
Ár er liðið frá því að Sigrún Björk Jakobsdóttir tók við embætti bæjarstjóra á Akureyri og leiðtogastöðu í Sjálfstæðisflokknum, fyrst kvenna. Þetta hefur verið stormasamt ár fyrir Sigrúnu Björk. Það hefur einkennst umfram allt af klúðri bæjaryfirvalda í skipulagsmálum, óskiljanlegum aldurstakmörkum á tjaldsvæði bæjarins, langvinnum samningaviðræðum um frjálsíþróttaaðstöðu á Þórssvæðinu og langri bið eftir því að tekið verði af skarið með miðbæjarsvæðið og íþróttavöllinn.
Fyrir ári þegar að Sigrún Björk tók við bæjarstjóraembættinu tók hún við með velvild margra og stuðningi. Eftir níu ára bæjarstjóraferil Kristjáns Þórs Júlíussonar vildu margir breytingar og flestir bjuggust við að hún yrði ferskur vindblær mikilla breytinga. Persónulega varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum enda átti ég von á að hún yrði sterkari leiðtogi og myndi ekki lenda í svo mörgum leiðindamálum sem raun bar vitni og sem hafa sligað hana í gegnum fyrstu mánuðina. Það fer ekki framhjá neinum að hún er umdeild víða, ekki síður innan eigin flokks en á öðrum vettvangi.
Ég fer ekki leynt með það að ég varð fyrir vonbrigðum með forystu bæjarstjórans og okkar sjálfstæðismanna í tjaldsvæðamálinu. Þá skrifaði ég gegn ákvörðun bæjarstjórans, enda gat ég ekki varið hana. Það vann gegn pólitískum hugsjónum mínum að banna sjálfráðu fólki aðgang að tjaldsvæðum hér í bænum. Enda gat ég ekki betur séð en að ákvörðunin væri tekin í andstöðu við meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri. Það var mál sem ég gat ekki varið og ég verð að viðurkenna að ég íhugaði í kjölfarið hverjar pólitískar hugsjónir bæjarstjórans og bæjarfulltrúanna voru.
Skipulagsmálin voru vont klúður auk þess og fleira mætti nefna. Þetta var heitt ár og margar vitlausar ákvarðanir voru teknar. Það er freistandi að halda að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafi lært sína lexíu á þeim ákvörðunum og muni geta rétt kúrsinn og leitt mál betur á næsta ári, en var á árinu sem var að líða. Ég hef lengi unnið í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri, en ég mun aldrei verja það sem ég tel rangt og að mínu mati var tjaldsvæðamálið mesta klúður síðasta árs í bæjarmálunum og vonandi verður horft í aðrar áttir með mál næst.
Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að þessi meirihluti hafi verið bragðdaufur og hægvirkur. Þar skiptir sköpum að aðeins tveir bæjarfulltrúar meirihlutans höfðu reynslu af því að vera aðalmenn í bæjarstjórn áður; bæjarstjórarnir Kristján Þór og Sigrún. Hin hafa slípast misvel til og hafa verið að læra að synda úti í straumþungum sjónum. Það tekur oft á, jafnvel fyrir duglegt fólk. Það getur tekið mismikinn tíma. Sumir í þessum hópi eru misvel syntir eftir árið, sumir enn að læra tökin og enn efasemdir um hvernig að þeim takist upp. Það reynir á þá á þessu ári er tímabilið er hálfnað.
Persónulega varð ég fyrir mestum vonbrigðum með bæjarstjórann síðla árs er hún skrifaði Morgunblaðsgrein gegn Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Það voru mikil pólitísk mistök og ég vona að bæjarstjórinn hafi lært eitthvað á því. Með þeim skrifum var hún að senda þau skilaboð til ungra sjálfstæðismanna í bænum að hún þurfi ekki á okkur að halda og geti farið fram í kosningum eða prófkjöri án okkar hjálpar. Eftir stuðning minn og fleiri ungra sjálfstæðismanna við Sigrúnu Björk í gegnum árin var greinin okkur áfall, sem hún verður að bæta fyrir.
Staða Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er athyglisverð nú á þessari stundu. Bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir og kjördæmaleiðtoginn Kristján Þór Júlíusson hafa sterka stöðu hér í bænum að því er virðist. Þrátt fyrir það er bæjarstjórinn að klára þriggja ára bæjarstjóraferil sem fyrst var eyrnamerktur Kristjáni Þór og kjördæmaleiðtoginn varð hvorki ráðherra né nefndaformaður í kapal flokksins í maímánuði. Það er því ljóst að í júní 2009 hefur flokkurinn hér hvorki lykilembætti sem fylgja setu í ríkisstjórn eða því að stjórna bænum úr Ráðhúsinu, að óbreyttu.
Það eru eflaust margir hugsi yfir því, sérstaklega þeir sjálfstæðismenn sem lengst hafa unnið hér á Akureyri í flokksstarfinu og þekkja innviðina þar mest og best. Fyrir Sigrúnu Björk var þetta erfitt ár, það blasir við öllum, hún þarf að reka af sér sliðruorðið og sýna sjálfstæðismönnum að hún sé leiðtogi sem geti farið í kosningar og leitt liðsheild af visku og krafti. Í þeim efnum þarf hún að sýna betri diplómatahæfileika og stjórnvisku, en ekki einhliða keyrslu á bensínlausum bíl. Um þetta er spurt umfram allt.
Sigrún Björk Jakobsdóttir er hin vænsta kona, en er á hólminn kemur þarf hún að sýna leiðtogahæfileika til að verða sá leiðtogi sem getur verið sigursæll fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri. Það vantar enn upp á það hjá henni að hún hafi náð að byggja sig upp sem sterkan leiðtoga og það hefur ekki reynt á það á þessu ári af neinu viti að hún geti það. Það verður áhugavert að fylgjast með verkum bæjarstjórans og forystu hennar á árinu.
Stefán Friðrik Stefánsson
Fyrir ári þegar að Sigrún Björk tók við bæjarstjóraembættinu tók hún við með velvild margra og stuðningi. Eftir níu ára bæjarstjóraferil Kristjáns Þórs Júlíussonar vildu margir breytingar og flestir bjuggust við að hún yrði ferskur vindblær mikilla breytinga. Persónulega varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum enda átti ég von á að hún yrði sterkari leiðtogi og myndi ekki lenda í svo mörgum leiðindamálum sem raun bar vitni og sem hafa sligað hana í gegnum fyrstu mánuðina. Það fer ekki framhjá neinum að hún er umdeild víða, ekki síður innan eigin flokks en á öðrum vettvangi.
Ég fer ekki leynt með það að ég varð fyrir vonbrigðum með forystu bæjarstjórans og okkar sjálfstæðismanna í tjaldsvæðamálinu. Þá skrifaði ég gegn ákvörðun bæjarstjórans, enda gat ég ekki varið hana. Það vann gegn pólitískum hugsjónum mínum að banna sjálfráðu fólki aðgang að tjaldsvæðum hér í bænum. Enda gat ég ekki betur séð en að ákvörðunin væri tekin í andstöðu við meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri. Það var mál sem ég gat ekki varið og ég verð að viðurkenna að ég íhugaði í kjölfarið hverjar pólitískar hugsjónir bæjarstjórans og bæjarfulltrúanna voru.
Skipulagsmálin voru vont klúður auk þess og fleira mætti nefna. Þetta var heitt ár og margar vitlausar ákvarðanir voru teknar. Það er freistandi að halda að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafi lært sína lexíu á þeim ákvörðunum og muni geta rétt kúrsinn og leitt mál betur á næsta ári, en var á árinu sem var að líða. Ég hef lengi unnið í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri, en ég mun aldrei verja það sem ég tel rangt og að mínu mati var tjaldsvæðamálið mesta klúður síðasta árs í bæjarmálunum og vonandi verður horft í aðrar áttir með mál næst.
Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að þessi meirihluti hafi verið bragðdaufur og hægvirkur. Þar skiptir sköpum að aðeins tveir bæjarfulltrúar meirihlutans höfðu reynslu af því að vera aðalmenn í bæjarstjórn áður; bæjarstjórarnir Kristján Þór og Sigrún. Hin hafa slípast misvel til og hafa verið að læra að synda úti í straumþungum sjónum. Það tekur oft á, jafnvel fyrir duglegt fólk. Það getur tekið mismikinn tíma. Sumir í þessum hópi eru misvel syntir eftir árið, sumir enn að læra tökin og enn efasemdir um hvernig að þeim takist upp. Það reynir á þá á þessu ári er tímabilið er hálfnað.
Persónulega varð ég fyrir mestum vonbrigðum með bæjarstjórann síðla árs er hún skrifaði Morgunblaðsgrein gegn Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Það voru mikil pólitísk mistök og ég vona að bæjarstjórinn hafi lært eitthvað á því. Með þeim skrifum var hún að senda þau skilaboð til ungra sjálfstæðismanna í bænum að hún þurfi ekki á okkur að halda og geti farið fram í kosningum eða prófkjöri án okkar hjálpar. Eftir stuðning minn og fleiri ungra sjálfstæðismanna við Sigrúnu Björk í gegnum árin var greinin okkur áfall, sem hún verður að bæta fyrir.
Staða Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er athyglisverð nú á þessari stundu. Bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir og kjördæmaleiðtoginn Kristján Þór Júlíusson hafa sterka stöðu hér í bænum að því er virðist. Þrátt fyrir það er bæjarstjórinn að klára þriggja ára bæjarstjóraferil sem fyrst var eyrnamerktur Kristjáni Þór og kjördæmaleiðtoginn varð hvorki ráðherra né nefndaformaður í kapal flokksins í maímánuði. Það er því ljóst að í júní 2009 hefur flokkurinn hér hvorki lykilembætti sem fylgja setu í ríkisstjórn eða því að stjórna bænum úr Ráðhúsinu, að óbreyttu.
Það eru eflaust margir hugsi yfir því, sérstaklega þeir sjálfstæðismenn sem lengst hafa unnið hér á Akureyri í flokksstarfinu og þekkja innviðina þar mest og best. Fyrir Sigrúnu Björk var þetta erfitt ár, það blasir við öllum, hún þarf að reka af sér sliðruorðið og sýna sjálfstæðismönnum að hún sé leiðtogi sem geti farið í kosningar og leitt liðsheild af visku og krafti. Í þeim efnum þarf hún að sýna betri diplómatahæfileika og stjórnvisku, en ekki einhliða keyrslu á bensínlausum bíl. Um þetta er spurt umfram allt.
Sigrún Björk Jakobsdóttir er hin vænsta kona, en er á hólminn kemur þarf hún að sýna leiðtogahæfileika til að verða sá leiðtogi sem getur verið sigursæll fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri. Það vantar enn upp á það hjá henni að hún hafi náð að byggja sig upp sem sterkan leiðtoga og það hefur ekki reynt á það á þessu ári af neinu viti að hún geti það. Það verður áhugavert að fylgjast með verkum bæjarstjórans og forystu hennar á árinu.
Stefán Friðrik Stefánsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.