22.1.2007 | 00:59
Íslenskir vextir en evrópskur hagvöxtur
Þá komum við að því sem mér finnst athyglisverðast en það er hvernig þessar niðurstöður fléttast inn í núverandi umræðu um evru eða krónu. Trúir því einhver sem þetta les að það sé þörf á 23,95% vöxtum á yfirdráttarheildir til þess að halda aftur af þenslunni á Vestfjörðum? Þetta sama vaxtarstig dugar varla til að það hægi á hraða efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu en þetta vaxtastig er klárlega tómt rugl fyrir okkur sem búum á Akureyri eða annarstaðar á landsbyggðinni. Helstu rökin fyrir því að halda í krónuna eru þau að við þurfum að vera með hærra vaxtastig á Íslandi en er að jafnaði í Evrulöndum. En staðreyndin er sú að þessi fullyrðing á eingöngu við um höfuðborgarsvæðið.
Ég er ekki alveg viss um að allir stjórnmálamenn á landsbyggðinni geri sér grein fyrir því hvað upptaka evrunnar er stórt mál einmitt fyrir landsbyggðina. Eina svæðið sem ætti að vera með krónu samkvæmt teoríunni höfuðborgarsvæðið. Krónan er hins vegar að kirkja landsbyggðina.
Nú væri gaman að vita hvaða skoðanir stjórnmálamenn á svæðinu hafa á þessu máli. Satt best að segja held ég að þeir hafi fæstir skoðað upptöku Evrunnar út frá sjónarhóli landsbyggðarinnar en það ættu þeir að sjálfsögðu að gera. Utanríkisráðherra er eini stjórnmálamaðurinn úr okkar kjördæmi sem hefur tjáð sig um þessi mál opinberlega og hún hækkaði í áliti hjá mér við það (Skal tekið fram að ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Frammsóknar, hef yfirleitt talið Sjálfstæðisflokkinn vera ill skásta kostinn). Aðrir stjórnmálamenn úr kjördæminu þegja þunnu hljóði um þetta mikilvæga landsbyggðarmál.
Gísli Aðalsteinsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er eins og það sé eina lausn okkar að kasta krónu og taka upp evru. Hvernig væri að láta hagstjórnina eins og hún leggur sig, sem og almenning, taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er ástæða fyrir því að vextir eru heimsmet og lántaka fólks ætlar alla að drepa. Einstaklingurinn getur sleppt því að kaupa sér nýjan bíl á þessu ári, stækkað húsið sitt, ekki endurnýjað flatskjáinn sinn og fleira slíkt. Það er ekki tekið lán. Ríkistjórnin gæti dregið úr fjárútlátum og hækkað skatta (ekki lækkað eins og þessir reiknimeistarar eru að gera), seðlabankinn gæti lækkað vexti. Svo gætu þessir kónar farið að jafna stöðu landsmanna með jöfnun á flutningskostnaði, bættum samgöngum, tolla annarsstaðar en í Reykjavík, færa störf út á land, aðstoða fyrirtæki eins og marel við að setja upp verksmiðjur út á landi í stað þess að senda þá út úr landi.
Eins og sést þá er ýmislegt hægt að gera til að laga stöðuna og það felur ekki í sér að kasta einu eða neinu frá okkur nema einkahagsmunapólitíkusum og lélegum seðlabankastjórum.
Baldvin Esra (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.