Bílabraut forgangsmál á Akureyri.

Það er mjög ánægjulegt að heyra að Bílaklúbbur Akureyrar ætli að koma upp myndalegri aðstöðu fyrir sína íþrótt hér í bæ. Mér skilst að hugmyndin sé að setja upp aðstöðu fyrir kappakstur en einnig einskonar æfingabraut fyrir þá sem er að taka ökupróf. Þetta er mikið þjóðþrifamál og óska ég þeim félögum í Bílaklúbbnum alls hins besta í þessari uppbyggingu. Það sem gleður mig sérstaklega og varðar þessa framkvæmd er að svo virðist sem áform bílaklúbbsins séu þau að reka þetta og fjármagna sjálfir en ég get ekki séð þessi merki í fundargerðum bæjarins né fjárlögum að sveitarfélag eða ríki mun kosta þessa aðstöðu. Mér finnst það sérstaklega jákvætt þegar að íþróttafélög geta staðið undir sínu starfi sjálf án þess að þiggja fjárframlög frá hinu opinbera.

Þá að öðru alveg óskildu máli en sem tengist þó Bílaklúbbnum. Margir sjálfstæðismenn sem ég hef talað við höfðu orð á því hversu ánægjulegt það væri að sjá hversu margir félagar í Bílaklúbbi Akureyrar skráðu sig í Sjálfstæðisflokkinn þegar prófkjör sjálfstæðismanna í norð- austurkjöræmi fór fram. Það er alltaf ánægjulegt þegar að fólk sínir áhuga á málefnum samfélagsins og skráir sig í stjórnmálaflokka. Rökstyður þetta ekki einmitt kenningu Robert Putnam um að þátttaka í félagstarfi auki félagsauð?

Gísli Aðalsteinsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég greini smá kaldhæðni í þessum ljómandi pistli Gílsa og held reyndar að sú kaldhæðni sé fullkomlega réttmæt. En svo er líka hægt að segja að tilviljanir sé alltaf að verða algengari. Og kannski eru málin alls ekkert tengd? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.1.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband